Stuðlum að sjálfbærni, umhverfisvænni framleiðslu og brjartari framtíð fyrir plánetuna með því að velja vörur frá EcoBoom.

BJARTARI FRAMTÍÐ
MEÐ
ECO BOOM

AFHVERJU AÐ VELJA ECOBOOM

EcoBoom vörurnar hafa ýmsa kosti fram yfir aðrar

sambærilegar vörur svo sem að vera lífsbrjótanlegar

(e. biodegradable). Framangreint helgast meðal

annars af því að vörurnar eru framleiddar úr bambus

en ekki plastögnum og bómul eins og magar aðrar

sambærilegar vörur. Bambusplantan hentar einkum

vel í vefnaði þar sem plantan sjálf vex u.þ.b. 30

sinnum hraðar en önnur tré almennt eða u.þ.b einn

meter á sólahring.

BAMBUS

Bambusplantan hefur þó fleiri kosti og þjónar ekki aðeins þörfum viðskiptavinarins heldur umbreytir plantan að jafnaði 35% meira af koltvíoxíðs (CO2) en aðrar plöntur. Tré og aðrar plöntur ljóstillífa og er bambusplantan þar ekki undanskilin. Afleiðingar ljóstillífunar er sú að með ákveðnu ferli losar planta súrefni (O2) út í andrúmsloftið. Megnið af súrefni og ljóstillífunarhraðinn ræðst þó af ýmsum þáttum, svo sem tegund trés eða plöntu, staðsetningu á hnettinum, jarðvegstegund o.fl. Með töluverðri einföldun má segja að í eins hektara skógi losi hvert og eitt tré um 26-28 kg. af súrefni á ári út í andrúmsloftið. Með sama fyrirvara má segja að hver ein og einasta fullburða bambusplanta losi allt að 300 kg. af súrefni út í andrúmsloftið á ári hverju.

VÖRURNAR OKKAR